fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Segir hann vera fullkominn leikmann fyrir Arsenal – ,,Skil ekki af hverju hann er þar“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 19:58

Gallas í leik með Arsenal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal á að setja allt púður í það að fá inn framherja næsta sumar og er fyrrum leikmaður liðsins William Gallas með nafnið.

Það er Victor Osimhen sem spilar í dag með Galatasaray en hann er í láni hjá félaginu frá Napoli á Ítalíu.

Flestir eru sammála um það að Arsenal þurfi á alvöru níu að halda í framlínuna en Kai Havertz hefur leyst þá stöðu margoft á tímabilinu.

Gallas óttast að það sé ekki hægt að fá inn heimsklassa framherja í janúar en segir Arsenal að fylgjast vel með gangi mála hjá Nígeríumanninum sem hefur byrjað mjög vel í Tyrklandi.

,,Ef ég gæti samið við einn leikmann í janúar þá væri það framherji í heimsklassa en þeir eru yfirleitt ekki fáanlegir í þeim glugga,“ sagði Gallas.

,,Það er enginn framherji í þeim gæðaflokki fáanlegur í janúar. Ég vildi tala um Osimhen því hann er hjá Galatasaray og ég skil ekki af hverju hann er þar.“

,,Þetta er leikmaðurinn sem Arsenal þarf, þeir þurfa leikmann í þessum gæðaflokki. Victor mun kannski ekki skora 20 mörk á hverju tímabili en hann mun gefa öðrum tækifæri á að skora ásamt því að hræða varnarmenn andstæðingsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar