fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Opnar sig um erfiða tíma hjá Arsenal: Arteta sparkaði honum burt – ,,Þú hefur svikið mig“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 19:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre Emerick Aubameyang hefur opnað sig um af hverju hann yfirgaf Arsenal á sínum tíma en hann missti sæti sitt undir stjórn Mikel Arteta.

Arteta taldi sig ekki getað treyst sóknarmanninum eftir nokkur atvik sem áttu sér stað þar sem Aubameyang mætti of seint á æfingar og fundi.

Leikmaðurinn var síðar losaður til Barcelona og fór seinna til Chelsea en hann er í dag á mála hjá Al-Qadsiah í Sádi Arabíu.

Aubameyang var vinsæll á meðal stuðningsmanna Arsenal áður en hann var losaður en það var algjörlega ákvörðun Arteta að senda hann annað.

Móðir Aubameyang veiktist á sínum tíma sem varð til þess að leikmaðurinn mætti of seint á fund liðsins sem hafði afskaplega slæm áhrif á nú þegar slæma stöðu.

,,Ég mætti of seint á æfingu því ég lenti í uppákomu á leið til Colney,“ sagði Aubameyang um sína reynslu.

,,Arteta ákvað að velja mig ekki gegn Tottenham og eftir það þá mætti hann heim til mín og við áttum skýrt og gott samtal.“

,,Ég vildi aldrei særa Arteta eða félagið með minni hegðun, ég verð að taka ákveðna ábyrgð í þessu máli. Ég var særður og það er leiðinlegt að ég hafi ekki getað tekið þátt í þessu verkefni.“

Aubameyang tjáir sig svo um hvernig Arteta brást við en hann fékk lítinn tíma til að útskýra veikindi móður sinnar.

,,Eftir að hafa mætt á staðinn og Arteta hafði klárað fundinn þá reif hann í mig og öskraði: ‘Þú hefur svikið mig. Þú mátt ekki gera svona hluti á meðan við erum að ganga í gegnum þessa tíma.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan fer með í lið og fólk sem notar ólögleg streymi gæti fengið heimsókn

Lögreglan fer með í lið og fólk sem notar ólögleg streymi gæti fengið heimsókn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“