fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Eiður Smári – „Ég er ekki að vera neikvæður en hann var lítill og feitur“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég gat ekki séð að Andri yrði leikmaður þegar hann var krakki. Ég er ekki að vera neikvæður, hann var lítill og feitur og hélt á boltanum undir hendinni,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen við enska blaðið Mirror um son sinn, Andra Lucas Guðjohnsen.

Andri Lucas á orðið fast sæti í íslenska landsliðshópnum og var keyptur til belgíska liðsins Gent í sumar fyrir mikla fjármuni.

Eiður segist ekki hafa getað séð það fyrir að Andri yrði atvinnumaður. „Ég fór að sjá þetta þegar hann var sjö eða átta ára að hann gæti þetta. Hann tók mjög góð skref í unglingastarfi Espanyol þegar ég var að spila með Barcelona.“

Eiður hefur mikla trú á ágæti Andra í dag. „Hann getur orðið hinn fullkomni framherji, ég horfði aldrei á mig sem slíkan því ég þurfti alltaf einhvern til að vera fyrir framan mig. Andri þarf það ekki, hann er ekta framherji. Hann treystir á stuðning miðjumanna og kantmanna.“

„Andri er sterkur í loftinu, miklu betri en ég var. Hann hefur allt til þess að halda áfram að taka góð skref á ferlinum.“

Getty Images

Eiður minnir svo á að Andri sé aðeins 22 ára og í raun að taka sín fyrstu skref. „Þetta er aðeins hans annað tímabil í meistaraflokki, hann var í vandræðum í Svíþjóð þar sem þjálfarinn var ekki á hans bandi.“

„Hann fer svo til Lyngby og eftir þrjár æfingar þar þá vissu þeir að hann væru hinn fullkomni framherji fyrir þá. Núna er hann svo í Belgíu hjá Gent.“

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar