fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Eiður Smári – „Ég er ekki að vera neikvæður en hann var lítill og feitur“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég gat ekki séð að Andri yrði leikmaður þegar hann var krakki. Ég er ekki að vera neikvæður, hann var lítill og feitur og hélt á boltanum undir hendinni,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen við enska blaðið Mirror um son sinn, Andra Lucas Guðjohnsen.

Andri Lucas á orðið fast sæti í íslenska landsliðshópnum og var keyptur til belgíska liðsins Gent í sumar fyrir mikla fjármuni.

Eiður segist ekki hafa getað séð það fyrir að Andri yrði atvinnumaður. „Ég fór að sjá þetta þegar hann var sjö eða átta ára að hann gæti þetta. Hann tók mjög góð skref í unglingastarfi Espanyol þegar ég var að spila með Barcelona.“

Eiður hefur mikla trú á ágæti Andra í dag. „Hann getur orðið hinn fullkomni framherji, ég horfði aldrei á mig sem slíkan því ég þurfti alltaf einhvern til að vera fyrir framan mig. Andri þarf það ekki, hann er ekta framherji. Hann treystir á stuðning miðjumanna og kantmanna.“

„Andri er sterkur í loftinu, miklu betri en ég var. Hann hefur allt til þess að halda áfram að taka góð skref á ferlinum.“

Getty Images

Eiður minnir svo á að Andri sé aðeins 22 ára og í raun að taka sín fyrstu skref. „Þetta er aðeins hans annað tímabil í meistaraflokki, hann var í vandræðum í Svíþjóð þar sem þjálfarinn var ekki á hans bandi.“

„Hann fer svo til Lyngby og eftir þrjár æfingar þar þá vissu þeir að hann væru hinn fullkomni framherji fyrir þá. Núna er hann svo í Belgíu hjá Gent.“

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Í gær

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Í gær

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar