fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Júlíus tíundi leikmaðurinn sem Óskar Hrafn fær í KR – Einn sá dýrasti í sögunni og Fjölnir græðir rosalega ef hann yrði seldur út

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. október 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlíus Mar Júlíusson verður leikmaður KR á næstu dögum, ýmislegt hefur verið sagt um verðmiðann á kappanum en samkvæmt heimildum 433.is greiðir KR 8,5 milljón fyrir varnarmanninn frá Fjölni.

Júlíus verður þar með einn dýrasti leikmaður í sögunni sem fer á milli íslenskra liða, vitað er að Breiðablik greiddi meira fyrir Patrik Johannesen frá Keflavík fyrir tveimur árum.

Auk þess fær Fjölnir væna summu ef KR selur Júlíus erlendis, þannig herma heimildir 433.is að Fjölnir fengi meirihlutann af upphæðinni ef Júlíus yrði seldur strax á næsta ári.

Eftir það fær Fjölnir rúmlega 30 prósent af næstu sölu ef KR selur hinn öfluga Júlíus til liða erlendis. Fleiri lið vildu sækja Júlíus en hann valdi KR að lokum eftir að hafa farið í viðræður hið minnsta fjögur lið.

Júlíus er tíundi leikmaðurinn sem Óskar Hrafn Þorvaldsson fær til félagsins en fjórir af þeim hafa verið keyptir. Júlíus, Ástbjörn Þórðarson, Guðmundur Andri Tryggvason og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hafa allir verið keyptir til FH á síðustu vikum. Ljóst er að KR hefur reitt fram væna summu fyrir þessa fjóra leikmenn.

Ljóst er að KR er að blása í herlúðra eftir að hafa barist við falldrauginn í sumar og vill félagið komast strax aftur í fremstu röð á næsta ári.

Leikmenn sem Óskar Hrafn hefur fengið til KR:
Júlíus Mar Júlíusson
Jakob Gunnar Sigurðsson
Ástbjörn Þórðarson
Guðmundur Andri Tryggvason
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
Alexander Helgi Sigurðarson
Hjalti Sigurðsson
Matthias Præst
Gabríel Hrannar Eyjólfsson
Óliver Dagur Thorlacius

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag
433Sport
Í gær

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“