

Romeo Beckham er 22 ára gamall og hefur ákveðið að hætta í fótbolta, hann telur engar líkur á því að hann nái frægð eða frama þar.
Romeo var síðast á mála hjá Brentford og lék þar með B-liði félagsins.
Faðir hans David Beckham átti magnaðan feril sem knattspyrnumaður en synir hans þrír fengu ekki sömu hæfileika og gamli maðurinn.
David er þó stoltur af sínum manni sem ætlar að einbeita sér að tísku og vinna í þeim geira.
„Til hamingju með 22 ára afmælið minn fallegi drengur,“ skrifar Beckham um drenginn á Instagram um helgina.
„Við erum svo stolt af því sem þú hefur orðið, heiðarlegur, ástríðufullur og vinnusamur.“
View this post on Instagram