fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Lýsir yfir áhyggjum – „Það er það sem mér finnst mjög vont“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. maí 2024 20:30

Gylfi Þór. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Vals og formaður Leikmannasamtakanna, segir áhyggjuefni hversu mikill munur er á Val með og án Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Gylfi gekk í raðir Vals í vetur og fór frábærlega af stað í Bestu deildinni. Nú glímir hann hins vegar við meiðsli í baki og hefur ekki verið með í undanförnum þremur leikjum.

Valur átti fremur ósannfærandi frammistöðu gegn FH um helgina, en liðin gerðu 2-2 jafntefli.

„Það er það sem mér finnst mjög vont, að liðið virðist standa og falla á því hvort Gylfi Sigurðsson sé með. Það virðist líta út fyrir það. Það er áfellisdómur að það sé staðan,“ segir Arnar Sveinn í Dr. Football.

Hann spyr sig hvað liðið myndi gera án Gylfa.

„Það var ekkert hundrað prósent að Gylfi hefði komið í Val. Hvað hefði gerst ef Valur hefði farið inn í mótið án Gylfa?“

Gylfi er kominn með þrjú mörk og eina stoðsendingu í Bestu deildinni það sem af er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur