Jack Grealish, leikmaður Manchester City, var ekki langt frá því að slasast alvarlega er hann fagnaði ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Það voru einmitt liðsfélagar hans sem komu til bjargar en Grealish fagnar Englandsmeistaratitlinum ásamt þeim.
Englendingurinn var ekki langt frá því að detta af liðsrútunni er hann heilsaði og dansaði með stuðningsmönnum.
Sem betur fer þá er í góðu lagi með Grealish sem þarf hins vegar að passa sig mun betur í framtíðinni.
Flestir leikmenn City eru búnir að fá sér meira en einn drykk í kvöld en Grealish var illa staðsettur er rútan byrjaði að keyra af stað.
Myndband af þessu má sjá hér.
😳🚎 Jack Grealish nearly fell from the top of Man City’s bus! Lucky Doku and someone else grabbed him. (@BeanymanSports) pic.twitter.com/v4HH9YOqWH
— EuroFoot (@eurofootcom) May 26, 2024