fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Heyrði furðuleg hljóð um miðja nótt á hótelherberginu – Fór fram úr og ætlaði ekki að trúa því sem blasti við honum

433
Miðvikudaginn 22. maí 2024 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle goðsögnin Alan Shearer rifjaði nýverið upp ótrúlega sögu af hótelherbergi nóttina áður en hann stýrði liði sínu í afar mikilvægum leik.

Það var vorið 2009 sem Newcastle þurfti að vinna Aston Villa á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar til að halda uppi, en það tókst ekki. Shearer var þarna bráðabirgðastjóri Newcastle en nóttin fyrir leikinn var ekkert grín.

Hann gisti á hóteli ásamt þjálfarateymi sínu og lagði til að menn fengju sér nokkra drykki fyrir svefninn til að róa taugarnar. Það gerði hann sjálfur og fór svo upp í rúm skömmu fyrir miðnætti. Þá tók hins vegar við ótrúleg atburðarrás.

Alan og Lainya Shearer / GettyImages

„Klukkan var 3-4 um nótt. Ég hélt mig væri að dreyma. Ég heyrði einhver hljóð koma frá píanóinu á svítunni. Ég hugsaði: Það er einhver í herberginu, ertu að grínast? Það hætti svo í smá en fimm mínútum síðar heyri ég fólk tala saman og ég heyri líka annað,“ rifjar Shearer upp og heldur áfram.

„Ég fer á fætur og er frekar hræddur og stressaður. Ég fer fram og ég er ekki að grínast í ykkur, það var fólk á píanóinu að stunda kynlíf. Ég hugsaði hvað ég ætti að gera, hvort ég ætti að öskra. Ég kallaði „Gerðu mér greiða maður“ og þau ruku út úr herberginu. Ég trúði ekki því sem var að gerast.“

Shearer segist ekki enn vita hvernig þetta gat gerst. „Kannski var þetta starfsfólk sem hélt að herbergið væri mannlaust.“

Þetta gaf að minnsta kosti ekki góð fyrirheit fyrir leikinn daginn eftir. Newcastle tapaði 1-0 og féll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“