Arne Slot, nýr stjóri Liverpool, hefur fært fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins fram um eina viku. Þetta kemur fram í Telegraph.
Slot er að taka við af Jurgen Klopp eftir glæst níu ár Þjóðverjans við stjórnvölinn. Hann vill komast inn í hlutina sem fyrst og hefur fært fyrstu æfingar fram um eina viku eða í fyrstu viku júlí.
Þeir sem eru að spila með landsliðum sínum á EM og Copa America fá þó lengra frí.
Liverpool mun ferðast til Bandaríkjanna í sumar og spila þar þrjá æfingaleiki.