fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Simmi Vill fékk hörð viðbrögð við athyglisverðri færslu – „Farðu nú að setja tappann í flöskuna“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. maí 2024 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson birti athyglisverða færslu á X (áður Twitter) yfir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem hann kveikti aðeins í stuðningsmönnum Manchester United.

Simmi, eins og hann er gjarnan kallaður, er harður stuðningsmaður Liverpool og sá sína menn kveðja Jurgen Klopp eftir níu farsæl ár á sunnudag. Þjóðverjinn vann allt sem hægt var að vinna á tíma sínum á Anfield.

„Merkilegt að ManUtd vinir minir vilji gera lítið úr Klopp þessa daganna. Ferguson er vissulega eins og Ford Mustang 1965, goðsögn. Hins vegar að bera Mustang 65 saman við Teslu er óréttlátt fyrir alla. En svo að það sé sagt þá myndi nú Tesla rústa Mustang 65 á alla vegu í dag,“ skrifaði Simmi á X.

Þarna á hann auðvitað við Sir Alex Ferguson, sem var í 27 ár hjá Manchester United og vann ensku úrvalsdeildina 13 sinnum.

Ef ætlunarverk Simma var að pirra stuðningsmenn United tókst það ágætlega hjá honum því hann fékk nokkur beinskeytt svör.

„Jújú gæinn með jafn marga titla og Ranieri er jafn góður og Besti þjálfari PL frá upphafi. Farðu nú að setja tappann í flöskuna. Tölur tala,“ skrifaði einn.

„Stend með Ívari Arndal í ÁTVR. Það er greinilega stórhættulegt að áfengi sé keyrt heim til fólks. Einhver fara og stoppa Simma,“ skrifaði annar.

„Ertu þá að segja að handþeyttur rjómi sé síðri en vélþeyttur?“ spurði enn annar netverjinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Í gær

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard