Jeremie Frimpong varnarmaður Bayer Leverkusen er að íhuga það alvarlega að fara frá félaginu í sumar enda er fjöldi stórliða sem hefur áhuga.
Real Madrid, Manchester City, Arsenal og Manchester United vilja öll kaupa hægri bakvörðinn.
Frimpong getur farið fyrir 35 milljónir punda í sumar en slík klásúla er í samningi hans hjá Leverkusen.
Frimpong er 23 ára gamall en frá tíu til nítján ára aldurs var hann í herbúðum Manchester City en fór þaðan til Celtic árið 2019.
Bild í Þýskalandi segir bakvörðinn vilja fara í sumar en Leverkusen varð þýskur meistari á þessu tímabili.