fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Þetta er sagan sem er á flugi um brotthvarf Óskars – „Lætur ekki bjóða sér hvað sem er“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. maí 2024 10:00

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom flestum í opna skjöldu fyrir helgi þegar fréttir bárust af því að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði sagt upp starfi sínu sem þjálfari Haugesund. Fólk veltir fyrir sér ástæðum þess að hann tók þessa ákvörðun.

Óskar samdi við félagið í október í fyrra en þar áður hafði náð eftirtektarverðum árangri með Breiðablik og meðal annars komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Undir stjórn hans hafði Haugesund aðeins spilað sex leiki í norsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, unnið tvo og tapað fjórum.

Fyrir helgi fjallaði norski miðillinn TV2 um málið þar sagði að Óskar hafði viljað taka með sér sinn eigin aðstoðarmann þegar hann tók við Haugesund á sínum tíma en fékk það ekki í gegn. Sancheev Manoharan var því honum til aðstoðar. Sá var aðalþjálfari undir lok síðustu leiktíðar og hélt liðinu uppi.

Meira
Óskar Hrafn óvænt hættur með Haugesund – „Þetta er mikið sjokk“

Sancheev Manoharan.

Óskar og Manoharan eru sagðir hafa náð illa saman en miðað við sögur sem nú ganga sóttist sá síðarnefndi eftir starfi Óskars.

„Maður hefur heyrt að aðstoðarþjálfarinn, sem var þjálfari liðsins undir lok síðasta tímabils, hafi hreinlega verið að grafa undan honum,“ segir Jóhann Már Helgason sparkspekingur í nýjasta þætti Dr. Football.

„Þetta er það sem menn hafa rætt,“ skaut þáttastjórnandinn Hjörvar Hafliðason inn í áður en Jóhann tók til máls á ný.

„Hann kemur þarna aleinn einhvern veginn og aðstoðarmaðurinn vildi greinilega vera í hans hlutverki. Kannski ætlaði hann sér bara að reyna að bola honum út. Maður veit ekki hvað hefur átt sér stað en Óskar er alvöru prinsippmaður og lætur ekki bjóða sér hvað sem er.“

Arnar Sveinn Geirsson telur að það hafi getað verið erfitt fyrir Manoharan að þurfa að kyngja því að verða aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt liðinu í haust.

„Þetta er alveg eins og í öðrum vinnum. Þú ert að færa einhvern niður sem var yfirmaður, það særir egóið. Ég get ímyndað mér að það hafi verið erfitt fyrir aðstoðarþjálfarann. Þá labbar Óskar inn í erfitt umhverfi,“ segir Arnar.

Meira
Norskum almenningi brugðið yfir fréttum af Óskari – „Hvað í fjandanum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur