Það eru fáir ef einhverjir sem vita það að hetjan í Ipswich, Kieran McKenna, á hlut í stórglæsilegu hóteli á Norður-Írlandi.
Um er að ræða mann sem hefur gert frábæra hluti sem knattspyrnustjóri og hefur tekist að koma Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum.
Ipswich tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir aðeins nokkrum dögum og mun leika þar í fyrsta sinn í mjög langan tíma.
McKenna kemur úr forríkri fjölskyldu en foreldrar hans eiga hótelið Manor House í Enniskillen á Norður Írlandi.
Margir stuðningsmenn Ipswich gerðu sér leið þangað eftir að liðið hafði tryggt sér sæti í efstu deild og fengu allir að launum frían drykk í boði hússins.
Foreldrar Kieran, Mary og Liam, eignuðust hótelið árið 1989 en þar má finna alls 80 herbergi.