Tvö ensk félög hafa áhuga á Mason Greenwood fyrir sumarið. Telegraph fjallar um málið.
Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United og er hann að eiga frábært tímabil. Hann er með átta mörk og sex stoðsendingar í 29 leikjum með spænska liðinu.
United ætlar að selja Greenwood í sumar, en kappinn á rúmt ár eftir af samningi sínum. Telegraph segir enska félagið vilja 45 milljónir punda fyrir sóknarmanninn.
Þar kemur einnig fram að tvö félög í ensku úrvalsdeildinni hafi áhuga á Greenwood en þó þykir líklegra að hann fari út fyrir landsteinanna. Barcelona, Atletico Madrid, Lazio og Juventus hafa verið nefnd til sögunnar.
Greenwood var lengi undir rannsókn lögreglu, grunaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi. Málið var fellt niður snemma á síðasta ári.