Wrexham stefnir að því að fá markvörðinn Arthur Okonkwo endanlega til sín í sumar.
Þetta staðfestir þjálfari liðsins við BBC en hinn 22 ára gamli Okonkwo er á láni hjá Wrexham frá Arsenal og var lykilmaður þegar liðið tryggði sér sæti í ensku C-deildinni á þessari leiktíð.
Samningur Okonkwo við Arsenal er að renna út en líklegt er að hann verði eftirsóttur í sumar eftir flotta leiktíð í D-deildinni.
Wrexham er á hraðri leið upp deildarstigann á Englandi í kjölfar þess að Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust félagið. Wrexham komst upp úr utandeildinni í fyrra og fór aftur upp í ár.