Samkvæmt Telegraph eru aðeins fimm þjálfarar sem koma til greina hjá Manchester United ef félagið ákveður að reka Erik ten Hag.
Taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að United taki þá ákvörðun eftir tímabilið að reka Ten Hag.
Thomas Tuchel er mest orðaður við starfið en Telegraph segir að fjórir aðrir séu á blaði.
Þar á meðal er Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins, Ruben Amorim þjálfari Sporting Lisbon, Thiago Motta hjá Bologna og Roberto De Zerbi hjá Brighton.
Thomas Tuchel, Bayern Munich
Gareth Southgate, England
Ruben Amorim, Sporting Lisbon
Thiago Motta, Bologna
Roberto De Zerbi, Brighton