Ajax er byrjað að ræða við Graham Potter en hollenska félagið vill fá hann til baka í sumar. Daily Telegraph segir frá.
Potter hefur verið atvinnulaus í meira en ár eftir að Chelsea rak hann úr starfi.
Fjöldi félaga hefur viljað að fá Potter til starfa en hann hefur ákveðið að bíða og reyna að velja vel.
Erik ten Hag er einnig orðaður við sitt gamla félag en AC Milan, Porto, Feyenoord og fleiri félög hafa skoðað Ten Hag.
Potter gerði frábærlega með Brighton áður en hann tók við Chelsea en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United þar sem Ten Hag er í heitu sæti.