Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA í Bestu deild karla snéri aftur á völlinn í gær eftir erfið veikindi. Bataferlið hefur gengið lygilega vel.
Það var í lok mars sem Hallgrímur var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri með svæsna lungnabólgu.
Hallgrímur var í viku á sjúkrahúsinu með sýklalyf í æð en ótrúlegt bataferli kom honum á völlinn í gær.
Hallgrímur byrjaði á meðal varamanna í leiknum en kom inn í hálfleik þegar KA og KR gerðu 1-1 jafntefli.
Hallgrímur hefur um langt skeið verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar en unnusta hans er stolt af honum.
„45 mínútur spilaðar rúmlega 4 vikum eftir svæsna lungnabólgu í báðum lungum. Það er bara einn Hallgrímur Mar,“ skrifar Jóndís Inga Hinriksdóttir.