UEFA hefur staðfest það að lið sem spila á Evrópumeistaramótinu í sumar geti valið 26 leikmenn frekar en 23.
Það eru fréttir sem margir taka fagnandi en landslið fengu að velja 26 leikmenn á bæði HM 2022 og EM 2020 sem var þó haldið 2021.
Ákvörðunin var upprunarlega tekin vegna heimsfaraldursins COVID 19 en UEFA virðist sátt með þá ákvörðun að leyfa liðum að velja fleiri leikmenn.
Þjóðirnar þurfa að staðfesta hóp sinn fyrir þann 7. júní næstkomandi en lokakeppni EM fer fram í Þýskalandi í sumar.
Keppnin sjálf hefst þann 14. júní er Þýskaland spilar við Skotland í opnunarleiknum.