Varnarmaðurinn eftirsótti Jonathan Tah mun annað hvort framlengja samning sinn við Leverkusen eða þá verða seldur áður en hans núverandi samningur rennur út.
Þetta staðfestir stjórnarformaður Leverkusen, Fernando Carro, en Tah er orðaður við hin ýmsu félög eftir flotta frammistöðu í vetur.
Tah verður samningslaus 2025 en Leverkusen gæti selt hann í sumar ef leikmaðurinn neitar að krota undir framlengingu.
,,Við viljum framlengja samninginn hans, við erum ekki félag sem er að fara að losa leikmenn frítt,“ sagði Carro.
,,Svo það gerist þá þurfum við að framlengja samninginn, ef ekki þá verður hann seldur. Við höfum rætt við Jonathan og erum mjög hrifnir af honum.“
,,Hann veit að allir í Leverkusen vilja halda honum hjá félaginu, hann veit það en við þurfum einnig að virða hans ósk.“