Arne Slot þjálfari Feyenoord telur næstum öruggt að Feyenoord muni ganga að tilboði Liverpool svo að hann geti tekið við.
Liverpool hefur sett Slot efstan á blað hjá sér eftir að Xabi Alonso hafnaði starfinu.
Jurgen Klopp hefur ákveðið að hætta og lætur af störfum nú í mái eftir rúm níu ár í starfinu.
„Ég tel að Feyenoord muni leyfa mér að fara til Liverpool, þetta væri mjög stórt skref fyrir mig,“ segir Slot.
„Viðræður á milli félaganna halda áfram, ég bíð bara. Ég er ánægður hjá Feyenoord en Liverpool væri magnað tækifæri fyrir mig.“