Michail Antonio framherji West Ham heldur úti vinsælu hlaðvarpi í Englandi en það fer ekki vel í alla og sérstaklega ekki Roy Keane fyrrum fyrirliða Manchester United.
Keane sagði á dögunum að það væri grátlegt að sjá atvinnumann í fótbolta vera að grínast í hlaðvarpi eftir tapleiki.
„Það á enginn að vera hlæjandi í viku eða tvær þegar þú hefur tapað leik,“ sagði Keane.
Þessi ummæli Keane fóru í taugarnar á Antonio. „Þetta er risaeðlu hugarfarið af því að þegar Keane var leikmaður, allir stjórar, stuðningsmenn og allir töluðu um að einbeita sér bara að boltanm. Þú áttir bara að hugsa um fótbolta, konan átti að sjá um krakkana,“ segir Antonio
„Svona var þetta þegar hann spilaði, vegna þess urðu margir samherjar hans gjaldþrota því þeir hugsuðu ekki um neitt annað en fótbolta.“
„Núna í dag einbeita leikmenn sér að boltanum en geta einnig farið í viðskipti, tísku eða sumir fara að rappa. Fólk hugsar um annað.“
„Ef ég hef tíma í þetta af hverju á ég ekki að gera þetta?.“