Axel Óskar Andrésson, varnarmaður KR, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Öll grasliðin í Bestu deild karla hafa þurft að færa heimaleiki sína eða víxla á heimaleikjum í 3. umferðinni. Það var því rætt í þættinum hvort tími væri kominn á að allir færu á gervigras.
„Fótbolti er grasíþrótt en það sem ég hef séð hingað til, ég er búinn að fara á svona tvær æfingar án þess að það sé klikkaður vindur og kalt. Ef viljum hafa mótið svona langt þarf kannski bara að gera það,“ sagði Axel í þættinum.
Hrafnkell er sammála þessu.
„Félög og sveitafélög eru ekki til í að láta pening í að halda grasvelli góðum í 6-7 mánuði, sem er hægt.
Það eina sem ég er hræddur um er þróun á yngri leikmönnum sem fara út hafandi bara spilað á gervigrasi,“ sagði hann.
Umræðan í heild er í spilaranum.