Bjarni Mark Duffield fékk að líta rautt spjald í gær er Valur tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Bestu deild karla.
Bjarni átti alls ekki góðan fyrri hálfleik en hann fékk að líta tvö gul spjöld og var sendur af velli á 38. mínútu.
Stjarnan hafði að lokum betur á heimavelli og var þar að vinna sinn fyrsta sigur í þremur umferðum.
Bjarni kom til Vals fyrir mótið en hann viðurkennir eigin mistök og bað alla Valsara afsökunar á Twitter eða X síðu sinni í dag.
,,Bið alla Valsara afsökunar, sannarlega heimskulegt, tek alla ábyrgð og gagnrýni á mig því liðið á hrós skilið fyrir leikinn. Takk fyrir stuðninginn Valsfjölskylda, áfram hærra,“ skrifar Bjarni á meðal annars.
Hér má sjá færsluna umtöluðu.
Íþróttir eru brutal. Gleyma sér í 1/2 sek skemmir leikinn og fólk keppist við að kalla þig heimskan. Bið alla Valsara afsökunar, sannarlega heimskulegt, tek alla ábyrgð og gagnrýni á mig því liðið á hrós skilið fyrir leikinn. Takk fyrir stuðninginn Valsfjölskylda, áfram hærra 🔴 pic.twitter.com/kISLarJmHu
— Bjarni Mark Duffield (@bjarnimark) April 20, 2024