Mótanefnd KSÍ samþykkti á fundi sínum í liðinni viku að heimila Stokkseyri að taka þátt í 5. deild karla. Sambandið greinir frá þessu í dag.
Stokkseyri hafði áður hætt þátttöku í mótinu en félagið óskaði nýlega eftir því að koma inn aftur og hefur sú beiðni nú verið samþykkt.
Af þeim sökum hafa nokkrar breytingar verið gerðar á niðurröðun leikja í mótinu.