Andoni Iraola, þjálfari Bournemouth, var gríðarlega óánægður með dómgæsluna í leik liðsins við Manchester United í gær.
Iraola segir að sitt lið hafi átt að fá vítaspyrnu undir lok leiks, frekar en aukaspyrnu sem var dæmd fyrir utan teigs.
Ekki nóg með það þá ásakar Iraola miðjumanninn unga Kobbie Mainoo um leikaraskap í leiknum sem lauk með 2-2 jafntefli.
,,Ég er sannfærður um að þetta hafi verið vítaspyrna fyrir okkur,“ sagði Iraola í samtali við blaðamenn.
,,Gegn Newcastle þá var leikmaður okkar upphaflega snertur fyrir utan teig áður en vítaspyrna var dæmd.“
,,Fyrir utan það, í fyrri hálfleik ákvað Kobbie Mainoo að henda sér í grasið og fékk ekki gult spjald, í seinni hálfleik fær Ryan Christie snertingu og fellur en fær gult spjald fyrir dýfu. Hver er munurinn?“