Manchester United tók ákvörðun fyrr í þessum mánuði og lét John Murtough fara en hann starfaði sem yfirmaður knattspyrnumála félagsins.
Murtough vann hjá United til margra ára en hann byrjaði 2013 og var svo ráðinn inn sem yfirmaður knattspyrnumála 2021.
Jim Ratcliffe eignaðist hlut í United fyrr á þessu ári og er hann að gera breytingar innanborðs sem varð til þess að Murtough var leystur undan störfum.
Erik ten Hag, stjóri United, hefur nú tjáð sig um stöðuna en hann vann náið með Murtough á bakvið tjöldin.
,,Eins og er þá sakna ég hans, auðvitað sakna ég hans stuðnings,“ sagði Ten Hag.
,,Hann hefur fært sig annað en við áttum í góðu sambandi. Ég vil þakka John fyrir góð störf og óska honum alls hins besta fyrir framtíðina.“