Erik ten Hag, stjóri Manchester United, gekk út af blaðamannafundi snemma eftir leik við Bournemouth í kvöld.
Hans menn gerðu 2-2 jafntefli við Bournemouth þar sem Bruno Fernandes skoraði bæði mörk gestanna.
Eftir leik var Ten Hag spurður út í þá hættu að United gæti endað fyrir neðan sjöunda sæti deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni.
Hollendingurinn hafði engan áhuga á að svara spurningunni og gekk burt.
Myndband af þessu má sjá hér.
🎥 Ten Hag walks out of his post-match press conference… [@BeanymanSports]
— UtdDistrict (@UtdDistrict) April 13, 2024