Manchester Evening News segir að allt að tíu leikmenn sem eru ekki í stóru hlutverki gætu farið frá Manchester United í sumar.
Þannig segir að Tom Heaton, Anthony Martial og Brandon Williams fari allir.
Samningar þeirra eru á enda og eru nánast engar líkur taldar á því að þeir verði áfram.
Omari Forson, Alvaro Fernandez, Hannibal Mejbri, Donny van de Beek, Jadon Sancho, Facundo Pellistri og Mason Greenwood gætu svo allir orðið seldir.
Um er að ræða unga leikmenn í bland við leikmenn sem eru á láni hjá öðrum félögum sem ekki eru líklegir til þess að fá hlutverk.
Þá gætu fleiri farið en Sir Jim Ratcliffe og hans fólk ætlar að reyna að taka til hjá félaginu í sumar.