Samkvæmt Don Diario á Spáni hefur Real Madrid mikinn áhuga á því að kaupa Kobbie Mainoo og vill spænska félagið skoða það alvarlega.
Mainoo er 18 ára gamall en hann hefur slegið í gegn með Manchester United á þessu tímabili.
Manchester United er að ræða við Mainoo um nýjan samning og vilja þeir hækka launin hans hressilega eftir góðar frammistöður.
Don Diario segir að Florentino Perez, forseti Real Madrid, sé mjög spenntur fyrir Mainoo og horfi á hann sem mögulegan arftaka fyrir Luka Modric og Toni Kroos.
Kroos og Modric gætu báðir farið frá Real Madrid í sumar og vill þá spænska félagið skoða hvort hægt sé að kaupa Mainoo.