Samkvæmt Tipsbladet í Danmörku borgar Lyngby 30-40 milljónir króna fyrir Andra Lucas Guðjohnsen sem félagið reynir nú að kaupa.
Andri hefur staðið sig vel á láni hjá Lyngby frá sænska félaginu Norrköping en klásúla var sett inn um kaupin.
Danska félagið vill nú ganga frá því en liðið er í harðri fallbaráttu í dönsku úrvalsdeildinni.
Lyngby þar svo að fá Andra til að samþykkja laun og það að ganga í raðir félagsins áður en allt gengur í gegn.
Freyr Alexandersson fékk Andra til félagsins en liðið blómstraði á þessu tímabili þangað til að Freyr sagði upp störfum í janúar og hélt til Belgíu.
Andri er 22 ára gamall en hefur skorað sex mörk í 22 A-landsleikjum fyrir Ísland.