Luis Fernandez, fyrrum stjóri Paris Saint-Germain, telur að Kylian Mbappe gæti ákveðið að vera áfram hjá félaginu ef það vinnur Meistaradeild Evrópu í vor.
Samningur Mbappe við PSG rennur út í sumar og er talið að hann sé þegar búinn að láta félagið vita að hann fari þegar hann rennur út. Kappinn hefur verið orðaður við Real Madrid lengi og þykir ansi líklegt að hann fari þangað.
Fernandez telur hins vegar að enn sé möguleiki á að hann verði áfram hjá PSG.
„Við skulum sjá hvað setur. PSG mun vinna deildina og eru í úrslitaleik bikarsins. Ef þeir vinna Meistaradeildina mun ég ekki útiloka neitt,“ segir Fernandez.