Rodrygo, stjarna Real Madrid, hefði getað farið til Real Madrid ungur að árum en hafnaði því.
Þessi 23 ára gamli leikmaður segir frá þessu í nýju viðtali. Hann gekk í raðir Real Madrid frá Santos árið 2019 á 45 milljónir evra. Hann hefði hins vegar getað farið til Liverpool á 3 milljónir evra tveimur árum fyrr.
Sjálfur ákvað leikmaðurinn þó að hafna því þrátt fyrir freistandi boð.
„Þetta gekk ekki upp því ég vildi ekki fara þangað. Ég vildi vera áfram hjá Santos þó svo að tilboðið hafi verið gott. Þeir buðu mér góða leið á ferlinum mínum. Ég hefði klárað námið mitt á Englandi og undirbúið mig undir fótboltann í Evrópu,“ segir Rodrygo.
„Þetta leit allt mjög vel út en á endanum vildi ég þetta ekki. Ég vildi vera áfram hjá Santos og skrifa söguna þar til að byrja með. Og það er það sem gerðist. Ég fékk að upplifa drauminn með Santos.“