Ange Postecoglou þjálfari Tottenham fer ekki yfir neina taktík á æfingum liðsins, frá þessu segir Eric Dier fyrrum leikmaður liðsins.
Dier yfirgaf Tottenham í janúar og fór til FC Bayern en hann er í viðtali hjá Gary Neville.
„Hann fer ekki í gegnum neina taktík á æfingum,“ segir Dier um Postecoglou.
„Eina sem hann gerir er að setja upp æfingar frá mánudegi til föstudag sem ýta undir leikstíl hans.“
„Hjá Antonio Conte þá gat ég farið í gegnum taktískar æfingar blindandi, þá var frá mánudegi til föstudags farið í gegnum færslur.“
„Tíu leikmenn að labba í gegnum færslur, þú vissir alltaf hvað átti að gera.“