Ana Maria Markovic leikmaður Grasshoppers í Sviss hefur sagt frá því að hún eigi kærasta, hefur þetta farið illa í fylgjendur hennar.
Ana Maria er oft nefnd fegursta knattspyrnukona í heimi. Ana segir frá því að hún og Tomas Ribeiro séu búin að vera par í eitt ár.
Hún vildi hins vegar halda því frá sviðsljósinu til að byrja með en Ana kemur frá Króatíu.
Ana Maria er 24 ára gömul og hefur verið orðuð við lið á Englandi. Enska pressan talar um hana sem fallegustu fótboltakonu í heimi.
Ana Maria kveðst þreytt á því að þurfa alltaf að tala um útlit sitt þegar áhugi hennar er fyrst og síðast á því að vera frábær knattspyrnukona.
„Munurinn á körlum og konum er mikill, ef ég er í mynd á bikiní eða Erling Haaland er á sundskýlu. Það er öruggt að hann fær engar athugasemdir um útlit sitt frá karlrembum,“ segir Ana Maria sem er landsliðskona Króatíu.
Ana Maria segir að það fari ekki í taugarnar á sér þegar talað er um hana sem fallega en þegar talað er um kynþokka þá finnst henni of langt gengið.
„Ég hef ekkert á móti greinum sem tala um mig sem fallegustu knattspyrnukonu í heimi eða eina af þeim fallegustu. Það gleður mig þegar ég er sögð falleg,“ segir Ana Maria.
„Það eru hins vegar greinar sem tala um mig sem kynþokkafyllstu fótboltakonu í heimi. Það situr bara ekki vel í mér.“