Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi, er mættur til leiks í Wroclaw ásamt eiginmanni sínum Felix Bergssyni og ætla þeir að styðja íslenska landsliðið til dáða sem mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar.+
„Þvílík stemmning! Gaman að heimsækja þessa sögufrægu borg Worclaw og hrópa Áfram Ísland! Koma svo!“ segir í færslu hjónanna sem birtu fjölmargar myndir af stemmingunni meðal Íslendinga í miðbæ borgarinnar.
Annar mögulegur forsetaframbjóðandi hyggst einnig skella sér á leikinn en það er Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Halla Hrund var í viðtali við Mbl.is fyrr í dag og þar grínaðist hún með að fara í framboð ef Ísland ynni leikinn.