Harry Maguire varnarmaður Manchester United er í hættu á að missa af næstu leikjum en hann hefur yfirgefið enska landsliðið.
Maguire meiddist í leik Englands gegn Brasilíu á laugardag.
Eftir nánari skoðun var ákveðið að senda Maguire heim þar sem læknar United munu skoða hann.
Maguire hefur verið talsvert meiddur á nýju ári og nú gæti hann þurft að vera á sjúkrabekknum um einhverja stund.
Maguire hefur spilað vel á þessu tímabili eftir að hafa komið sér aftur í náðina hjá Erik ten Hag.