Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Age Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er brattur fyrir komandi leik gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Leikurinn fer fram hér í Búdapest annað kvöld.
„Mér finnst þetta vera 50/50 leikur. Síðustu leikir gegn Ísrael voru jafnir og ég held að það sama verði uppi á tengingnum núna,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag, en Ísland og Ísrael skildu tvisvar jöfn árið 2022.
Hareide segir alla leikmenn klára í slaginn.
„Það er allt af eitthvað smá þegar menn spila helgina áður en við komum saman (með félagsliði). En það er ekkert alvarlegt.“
Sigurvegari leiksins mætir sigurvegara úr einvígi Úkraínu og Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.
„Ég tel að Úkraína vinni Bosníu. Þeir spiluðu mjög vel á móti Ítalíu í síðasta leik undankeppninnar,“ sagði Hareide.