fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Svona sér Carragher toppbaráttuna eftir úrslitin í gær – „Ef þú ert Liverpool hugsarðu sennilega það sama“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 11. mars 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn og Liverpool goðsögnin Jamie Carragher telur að Manchester City sé enn liðið sem hans menn þurfa að horfa í að skáka til að hampa Englandsmeistaratitlinum í vor.

Liverpool og City mættust í gríðarlega mikilvægum leik í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Honum lauk með 1-1 jafntefli og er Arsenal þar með komið á toppinn, á undan Liverpool á markatölu og stigi á undan City.

Þrátt fyrir það hefur Carragher meiri áhyggjur af City en Arsenal.

„Ef þú ert Arsenal hugsarðu sennilega að þetta hafi verið besta niðurstaðan (jafnteflið í gær). En ef þú ert Liverpool og sérð að Arsenal er að spila við City eftir nokkrar vikur hugsarðu sennilega það sama. Frá þeirra sjónarhorni held ég að þeir séu enn að eltast við City,“ segir Carragher.

Arsenal og City mætast í næsta leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

„Þó Arsenal sé í efsta sæti myndi ég halda að Liverpool vilji frekar að þeir vinni City af því ég tel að City fái fullt hús í síðustu 5-6 leikjunum. Ef þeir tapa engum stigum í næstu leikjum verður ansi erfitt að sigra þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki