Jesse Lingard kláraði í gær fyrri hluta læknisskoðunar sinnar hjá FC Seoul í Suður-Kóreu.
Englendingurinn er loks að fá starf á ný eftir að hafa verið án félags frá því samningur hans við Nottingham Forest rann út í sumar. Þar áður var Lingard auðvitað lengi hjá Manchester United.
Lingard er nú á leið til Asíu en sem fyrr segir kláraði hann fyrri hluta læknisskoðunar í gær. Seinni hlutinn fer svo fram í dag.
Á morgun má búast við því að Lingard verði svo kynntur til leiks sem nýr leikmaður FC Seoul.
Liðið hafnaði í sjöunda sæti af tólf liðum í suður-kóresku deildinni í fyrra. Deildin hefst á ný eftir um það bil mánuð.
🚨🇰🇷 Jesse Lingard has completed first part of medical tests on Monday as new Seoul FC player.
Final part will be completed today ahead of signature on Wednesday.
Lingard will join Seoul FC on two year contract in the next 24h, if all goes to plan. pic.twitter.com/68OiTC1vD4
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 6, 2024