Thibaut Courtois markvörður Real Madrid spilar ekkert á þessu tímabili eftir að hafa slitið krossband.
Á sjúkrabekknum ákvað Courtois að kaupa sér glæsilegan Porsche bíl sem er sérhannaður á alla kanta.
Markvörðurinn er þekktur fyrir dálæti sitt á fallegum bílum og á meðal annars í flota sínum Lamborghini Urus, Ferrari Roma og Mercedes AMG G63
Porsche bílinn er með nafni Courtois grafið í þegar markvörðurinn opnar bílinn.
Courtois getur notið lífsins næstu mánuði á nýja kagganum á meðan hann getur ekki spilað fótbolta.