Hannibal Mejbri er á leið til Sevilla á láni frá Manchester United.
Um er að ræða tvítugan leikmann en hann hefur komið við sögu í 11 leikjum með aðalliði United á leiktíðnni.
Hann er þó í aukahlutverki og vill komast þangað sem hann fær að spila.
Nú er útlit fyrir að Mejbri verði lánaður til Sevilla. Everton hafði einnig sýnt honum áhuga en tókst ekki að fá hann.
Lánið gildir út þessa leiktíð.