Jesse Lingard hefur verið atvinnulaus í sex mánuði og það hefur gengið erfiðlega fyrir kappann að finna sér nýtt félag.
Samkvæmt fréttum á Spáni hafði umboðsmaður hans samband við Barcelona og kannaði áhuga félagsins.
Áhugi Barcelona á Lingard var ekki til staðar en hann æfði með bæði Al-Ettifaq í Sádí Arabíu og Inter Miami í Bandaríkjunum.
Lingard fór einnig á reynslu til West Ham en fékk ekki boð um samning.
Lingard er 31 árs gamall en hann var síðast á mála hjá Nottingham Forest og leitar sér nú að nýju félagi.