fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Arnór um framtíðina og Rússland: „Það er erfitt fyrir mig að svara því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Munchen

Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér eftir komandi sumar. Hann er samningsbundinn CSKA Moskvu en á mála hjá Norrköping í Svíþjóð á láni.

Arnór, sem er 23 ára gamall, gekk í raðir CSKA árið 2018 frá Norrköping en var lánaður aftur til sænska félagsins síðasta sumar.

Nýtti hann sér ákvæði FIFA sem sett var á laggirnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu til að fara til Norrköping.

Nú eru hins vegar aðeins þrír mánuðir eftir af samningi Arnórs í Svíþjóð.

Arnór ræddi við 433.is á hóteli íslenska landsliðsins í Munchen, þar sem það undirbýr sig fyrir leik gegn Bosníu í undankeppni EM á morgun. Þar var hann meðal annars spurður út í framtíðina í félagsliðaboltanum.

„Það verður að koma í ljós. Ég held áfram að gera það sem ég get fyrir Norrköping. Hlutirnir munu skýrast þegar lánssamningurinn rennur út í júní.

Ég held áfram að einbeita mér að því að standa mig vel. Þá gerast góðir hlutir.“

En getur Arnór hugsað sér að snúa aftur til CSKA?

„Það er erfitt fyrir mig að svara því þar sem þetta er í raun ekki í mínum höndum.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“
433Sport
Í gær

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar á toppinn

Besta deildin: Víkingar á toppinn
433Sport
Í gær

,,Manchester united þarf að vera topp eitt“

,,Manchester united þarf að vera topp eitt“
Hide picture