fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Mikil vonbrigði að fá ekki að klára samstarfið – „Þá er oft bara ein leið í þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðsson er gestur í nýjasta sjónvarpsþætti 433.is. Hann er í dag þjálfari karlaliðs Grindavíkur í Lengjudeildinni. Í fyrra var Helgi aðstoðarþjálfari hjá stórveldi Vals.

Þegar síðasta tímabil í Bestu deildinni hófst var Heimir Guðjónsson við stjórnvölinn hjá Val. Hann var hins vegar látinn fara á miðju tímabili eftir slæmt gengi og Ólafur Jóhannesson tók við. Helgi vann því með þeim báðum.

„Fyrst og fremst var þetta frábært tækifæri fyrir mig að fá að vinna með Heimi Guðjónssyni, þjálfara sem hefur unnið fullt af titlum. Það var geggjað tækifæri og frábært að fá að vinna með svona manni og læra af honum,“ segir Helgi.

Það gekk þó ekki sem skyldi hjá Val í sumar. Liðið hafnaði í sjötta sæti.

„Væntingarnar til Vals voru miklar, hópurinn stór og sterkur. Auðvitað voru viss vonbrigði að ná ekki meira út úr þeim hóp. Fyrir mig persónulega var svekkjandi að fá ekki að klára þetta tímabil með Heimi, eins og farið var af stað með. Það voru viss vonbrigði en svona er fótboltinn. Menn eru að leggja sig 100 prósent fram og svo kannski ganga hlutirnir ekki og þá er oft bara ein leið í þessu. Því miður fór hann á miðju sumri. Það var mjög fúlt að ná ekki að klára tímabilið með honum.“

Helgi segist þó taka gríðarlega mikið frá tíma sínum með Heimi og Ólafi hjá Val.

„Að vinna með tveimur af þeim þjálfurum sem hafa unnið hvað flesta titla, sjá hvernig þeir vinna og sjá hlutina, var náttúrulega gríðarleg reynsla fyrir mig. Það er reynsla sem ég mun búa að til framtíðar.

Þó árangurinn hafi ekki verið góður innan vallar gerir þetta mig að mun betri þjálfara. Það er margt sem ég get tekið frá þeim báðum.“

Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild, og enn neðar hlusta á hann í hlaðvarpsformi.

video
play-sharp-fill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029
Hide picture