fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Þorsteinn ræddi við Söru Björk eftir ákvörðunina – „Það var ekkert sem ég gat gert til að breyta því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. febrúar 2023 13:30

Sara Björk Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir greindi frá því að hún væri hætt að spila með íslenska landsliðinu nýlega. Þjálfari liðsins, Þorsteinn Halldórsson, var spurður út í ákvörðun hennar á blaðamannafundi í Laugardal í dag.

Þorsteinn hélt fundinn þar sem hann kynnti leikmannahópinn fyrir Pinatar Cup.

„Auðvitað er mikill missir af henni. Það vita allir hvað hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta, hversu mikill leiðtogi og sterkur karakter hún er, utan vallar líka,“ segir Þorsteinn á blaðamannafundinum.

Hann reyndi ekki að snúa ákvörðun Söru.

„Við áttum samtal. Fyrir mér snerist það ekkert um að snúa ákvörðun hennar við. Þetta er ákvörðun sem hún var búin að taka þegar við ræddum saman. Það var ekkert sem ég gat gert til að breyta því.“

Sara var fyrirliði íslenska landsliðsins áður en hún lagði landsliðsskóna á hilluna. Þorsteinn staðfesti á fundinum í dag að Glódís Perla Viggósdóttir myndi taka við því hlutverki nú.

Sara er á mála hjá Juventus á Ítalíu og einbeitir sér nú að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029