Arsenal er með þrjá leikmenn á óskalista sínum fyrir félagaskiptagluggann í janúar. Þetta kemur fram í úttekt The Athletic á komandi glugga Skyttanna í dag.
Lærisveinar Mikel Arteta eru í hörkutoppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni en vilja styrkja sitt lið en frekar í janúar.
Hinn 17 ára gamli Jorrel Hato hjá Ajax er á óskalistanum en hann getur spilað í miðverði og vinstri bakverði. Gæti hann því til að mynda fyllt skarð Jurrien Timber í hópnum en hann er meiddur.
Einnig er Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad, á blaði. Sá er þó mjög sáttur hjá spænska liðinu sem komst áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með stæl. Það gæti orðið einfaldara að fá hann í sumar.
Loks er Pedro Neto, kantmaður Wolves, einnig á óskalistanum.