fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Þessir þrír eru á óskalista Arsenal fyrir janúargluggann – Einn spilar í ensku úrvalsdeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. desember 2023 11:00

Martin Zubimendi. Getty Images.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er með þrjá leikmenn á óskalista sínum fyrir félagaskiptagluggann í janúar. Þetta kemur fram í úttekt The Athletic á komandi glugga Skyttanna í dag.

Lærisveinar Mikel Arteta eru í hörkutoppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni en vilja styrkja sitt lið en frekar í janúar.

Hinn 17 ára gamli Jorrel Hato hjá Ajax er á óskalistanum en hann getur spilað í miðverði og vinstri bakverði. Gæti hann því til að mynda fyllt skarð Jurrien Timber í hópnum en hann er meiddur.

Jorrel Hato er efnilegur. Getty Images

Einnig er Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad, á blaði. Sá er þó mjög sáttur hjá spænska liðinu sem komst áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með stæl. Það gæti orðið einfaldara að fá hann í sumar.

Loks er Pedro Neto, kantmaður Wolves, einnig á óskalistanum.

Pedro Neto. Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar ætla að koma með yfirlýsingu í dag – „Staðráðnir í að taka frumkvæðið“

Blikar ætla að koma með yfirlýsingu í dag – „Staðráðnir í að taka frumkvæðið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt