Enskir fjölmiðlar rifjuðu í gær upp ummæli Manchester United goðsagnarinnar og sparkspekingsins Rio Ferdinand sem voru nákvæmlega þriggja ára gömul.
Það var eftir sigur Arsenal á Chelsea annan í jólum 2020 sem Ferdinand hrósaði Bukayo Saka og Gabriel Martinelli í hástert.
„Það er samband þarna á milli sem er farið að myndast,“ sagði Ferdinand á sínum tíma.
„Ég held að á næstu árum verði þeir ógnvænlegir saman,“ bætti hann við.
Ummælin eldast heldur betur vel en Saka er líklega mikilvægasti leikmaður Arsenal á meðan Martinelli hefur heilt yfir verið frábær undanfarin ár.