fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Níu leikmenn sem gætu farið til Sádí í janúar – Tveir frá Liverpool og þrír frá United

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. desember 2023 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sádi-Arabar ætla sér að halda áfram að sanka að sér leikmönnum í deild sína í janúar eftir að hafa heldur betur tekið til sín á markaðnum á þessu ári.

Breska götublaðið The Sun tók saman níu stjörnur sem gætu haldið í peningana í Sádí strax í janúarglugganum.

Mohamed Salah
Liverpool hafnaði 215 milljóna punda tilboði Al Ittihad í Salah í sumar en líklegt er að Egyptinn haldi þangað einn daginn. Það þykir þó ólíklegt að það verði í janúar, enda Liverpool í harðri toppbaráttu.

Kylian Mbappe
Talið er að PSG hafi samþykkt 259 milljóna punda tilboð í Mbappe frá Al Hilal í sumar en hann vildi sjálfur ekki fara. Mbappe er áfram sterklega orðaður við Real Madrid.

Jadon Sancho
Fær ekki að koma nálægt aðalliði Manchester United og er líklega á förum. Er orðaður við sitt fyrrum félag Dortmund en einnig Al Hilal í Sádí.

Getty Images

Luka Modric
Líklegt er að miðjumaðurinn fari frá Real Madrid næsta sumar þegar samningur hans rennur út en Sádar gætu reynt að lokka hann til sín í janúar.

Casemiro
Kom til Manchester United fyrir 18 mánuðum síðan en peningarnir í Sádi-Arabíu eru sagðir heilla þennan 31 árs gamla miðjumann.

Raphael Varane
United skoðar að losa nokkra menn til Sádí og eru til í að selja Varane fyrir 20 milljónir punda.

Hugo Lloris
Lloris hefur verið settur út í kuldann hjá Tottenham síðan Ange Postecoglou tók við. Það myndi án vera freistandi fyrir þennan 36 ára gamla markvörð að taka einn góðan samning í viðbót í Sádí.

Hugo Lloris

Thomas Partey
Talið er að Partey vilji fara frá Arsenal og hefur hann einnig verið orðaður við Juventus.

Thiago Alcantara
Hefur lítið spilað fyrir Liverpool vegna meiðsla og er nú orðaður við Sádí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur