Lionel Messi hefur hringt í enn einn fyrrum liðsfélaga sinn og vonast eftir því að hann skrifi undir hjá bandaríska félaginu Inter Miami.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Hernan Castillo sem starfar í Argentínu og þykir vera með áreiðanlegar heimildir.
Messi vill fá varnarmanninn Marcos Rojo til Miami en þeir hafa spilað þónokkra leiki saman í argentínska landsliðinu.
Rojo hefur undanfarin þrjú ár spilað fyrir Boca Juniors í Argentínu en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United.
Messi er duglegur í að reyna að fá vini sína til Miami en Jordi Alba, Sergio Busquets og Luis Suarez eru allir í röðum félagsins í dag. Þeir léku allir með Messi hjá Barcelona á sínum tíma.